Baldvin Ingi, sem notar listamannsnafnið B.Ingi.S gaf út sitt fyrsta lag nú í sumar, í tilefni af 50 ára afmæli sínu.

Baldvin Ingi er ættaður frá Sauðárkróki og var í tónlist á sínum yngri árum, en tók hlé frá tónlistinni þegar hann fór í lengra nám. Sjaldan var gítarinn þó langt undan og hann lék sér við að semja lög og texta, mest fyrir skúffuna að eigin sögn.

Í seinni tíð hefur tónlistaráhuginn vaknað hjá honum á nýjan leik og var farið í hljóðver til að hljóðrita lag sem lenti í skúffunni góðu fyrir um 25 árum.

Lagið nefnist Þú varst! og verður leikið á FM Trölla í dag, í þættinum Tíu Dropar sem er á dagskrá alla sunnudaga klukkan 13 – 15.

Þú varst! á Spotify

Vefsíðan bingis.is