Marensbotnar

  • 4 eggjahvítur
  • 2 dl sykur
  • 3 dl rice crispsies

Hitið ofninn í 125° og klæðið tvö bökunarform með bökunarpappír í botninn og smyrjið hliðarnar. Hrærið eggjahvíturnar þar til þær verða hvítar og léttar. Bætið sykri út í og hrærið þar til blandan myndar stífa toppa. Hrærið Rice crispies varlega út í og skiptið deiginu í formin. Bakið í 80 mínútur. Látið botnana kólna áður en sett er á þá.

Sítrónucurd

  • 1,5 dl. sykur
  • 2 stór egg
  • hýði af 2 stórum sítrónum og ca 3/4 dl. af ferskum sítrónusafa
  • 50 gr. smjör við stofuhita

Setjið sykur, egg, fínrifið sítrónuhýði og sítrónusafann í hitaþolna skál og setjið yfir sjóðandi vatn. Hrærið stöðugt með handþeytara (ekki rafmagns) svo að eggin hlaupi ekki í kekki. Blandan á að ná svipaðri þykkt og hollandaissósa. Þegar blandan hefur náð réttri þykkt er hún tekinn af hitanum og smjörinu hrært saman við. Þegar smjörið er bráðnað er sítrónucurdið sett í lokaða krukku, það geymist í rúma viku í ísskáp.

  • 1/2 l rjómi, þeyttur.

Ég átti smá afgang af sítrónucurdi en ekki nógu mikið til að setja á heila tertu. Ég tók því af þeytta rjómanum og blandaði saman við sítronucurdið. Úr varð létt og sumarlegt sítrónukrem, æðislega gott.

Setjið annan marengsbotninn á kökudisk. Það er gott að setja smá af þeytta rjómanum undir botninn svo hann renni ekki til á kökudiskinum. Smyrjið þunnu lagi af sítrónukreminu á botninn og síðan þeytta rjómanum yfir sítrónukremið.

Leggið seinni botninn ofan á, annað lag af sítrónukremi og þeytta rjómann efst. Leggið vel af berjum ofan á kökuna og njótið.

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit