Sýning á verkum nemenda MTR á haustönninni verður haldin í skólanum í dag laugardaginn 15. desember frá kl. 13:00 – 16:00.

Á sýningunni verða málverk, listrænar ljósmyndir og margvísleg verkefni úr áföngum á borð við fagurfræði, íslensku, frumkvöðlafræði, stærðfræði í listum og skapandi listir með þjóðfræðilegu ívafi.

Til dæmis er barnabók á sýningunni, einnig tröllkarlar úr mismunandi efnum og ljóð og lög um tröll.

Meðal verkefna úr frumkvöðlafræði eru matreiðslubók, hundabeisli og dýrabæli úr endurunnum dekkjum. Í þeim áfanga hafa nokkrir nemendur hannað og skipulagt ferðir eða aðra afþreyingu sem þeir kynna á sýningunni.

Nemendur verða á staðnum tilbúnir að ræða um verk sín við gesti.

Mynd: MTR