Ríkiskaup fyrir hönd Hafrannsóknastofnunar óska eftir bjóðendum í gagnvirkt innkaupakerfi (DPS) til leigu á netabátum til að stunda netaveiðar í rannsóknar- og gagnaöflunarskyni vegna verkefnisins „Stofnmæling hrygningarþorsks með þorskanetum“.

Verkefnið hefur farið fram ár hvert frá 1996 og eru lögð net á um 300 stöðvum og fara leiðangrar yfirleitt fram í apríl og reynt er að miða upphaf leiðangra við dagsetningu sem næst 1. apríl.

Markmið rannsóknanna er að safna upplýsingum um kynþroska, aldur, lengd og þyngd þorsks á helstu hrygningarsvæðum. Einnig að meta árlega magn kynþroska þorsks sem fæst í þorskanet á hrygningarstöðvum og breytingar í gengd hrygningarþorsks á mismunandi svæðum.

Skilafrestur tilboða er til 27.01.2022 kl. 12:00.

Allar nánari upplýsingar um útboðið er að finna í útboðskerfi Ríkiskaupa.

Ljósm. Valur Bogason