Fimmtudaginn 1. nóvember mun Björgunarsveitin Strákar ganga í hús í sínu umdæmi og selja Neyðarkallinn 2018. Kallinn kostar 2.000 krónur.
Fjáröflunarátakið Neyðarkall björgunarsveita fer fram dagana 1.- 3. nóvember um land allt.
Sala neyðarkallsins er liður í árlegu fjáröflunarátaki björgunarsveitanna.
Neyðarkall þessa árs er tileinkaður 90 ára afmæli Landsbjargar og því klæddur í stíl við það björgunarsveitarfólk sem á undan gekk.
Skipulagning og framkvæmd verður með svipuðu sniði og áður og er átakið auglýst og kynnt í öllum helstu fjölmiðlum. Lykillinn að velgengninni undanfarin ár er góð þátttaka björgunarsveitafólks um allt land sem hefur gefið sér tíma til að selja Neyðarkall björgunarsveita á fjölförnum stöðum þessa daga, og að sjálfsögðu góðum viðbrögðum fólks sem hefur keypt Neyðarkallinn til að styrkja björgunarsveitirnar.

Neyðarkallinn 2018
Látum fylgja hér með plakat frá björgunarsveitunum sem sýnir vel þann útbúnað sem rjúpnaskyttur þurfa að hafa.