Fimmtudaginn 12. september n.k. mun Njörður S Jóhannsson, módelsmiður á Siglufirði afhenda Pálshúsi í Ólafsfirði þilskipið Gest og áttæringinn Blika að gjöf. Athöfnin hefst kl. 17 og er öllum opin og fólk hvatt til að mæta og sjá þessar listasmíðar.

Skipin munu verða til sýnis Í Pálshúsi á opnunartíma safnsins frá kl. 11-17 fram til og með 15. september n.k.

 

Mynd: Sigurður Ægisson

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem ritar - Trölli áskilur sér rétt til að eyða óviðeigandi ummælum.