Veðurstofan hefur gefið út viðvörun vegna norðaustanhvassviðris sem er spá um stóran hluta landsins. Spáð er hvassri norðaustanátt með snjókomu norðan og austan til frá miðvikudegi til föstudags og því eru ferðamenn hvattir til að fylgjast vel með veðurspám og -viðvörunum.
Guð viðvörun er í gildi fyrir Faxaflóasvæðið frá klukkan 17 á morgun til miðnættis á fimmtudag. Samkvæmt Veðurstofu Íslands gengur í norðaustan 15-23 m/s, hvassast verður á Snæfellsnesi og við Hafnarfjall þar sem vindhviður geta náð 45 m/s. Varasamt ökutækjum, sem eru viðkvæm fyrir vindi.
Veðurhorfur á landinu
Austan 5-13 m/s, en 13-18 undir Eyjafjöllum í dag. Stöku skúrir eða él S-lands og með A-ströndinni, en annars hægari og bjartviðri. Hiti víða 0 til 5 stig, en frost 0 til 10 stig norðan heiða.
Hvessir í nótt og á morgun, NA 15-23 síðdegis á morgun og hvassari á stöku stað. Þurrt SV-til, rigning um landið SA-vert og slydda á Austfjörðum, en annars víða snjókoma eða él með skafrenning. Minnkandi frost á morgun og hiti 0 til 7 stig S-til, mildast SA-lands.
Spá gerð: 27.11.2018 04:38. Gildir til: 28.11.2018 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag:
Norðaustan 15-23 m/s, hvassast SA-lands og snjókoma á N-verðu landinu, slydda austast, en annars úrkomulítið. Hiti 0 til 5 stig S-lands og með A-ströndinni, en annars 0 til 5 stiga frost.
Á föstudag: Norðan 10-18 m/s og snjókoma, síðar él á N-verðu landinu, en lengst af úrkomulaust syðra, hvassast á annesjum A-til. Frost víða 1 til 6 stig.
Á laugardag: Útlit fyrir norðvestanhvassviðri með snjókomu NA-til, en annars hægari og él. Áfram kalt í veðri.
Á sunnudag og mánudag:
Fremur hæg breytileg átt, él á víð og dreif og talsvert frost.
Spá gerð: 27.11.2018 08:21. Gildir til: 04.12.2018 12:00
Á facebook-síðu Einars Seinjörnssonar veðurfræðings eru eftirfarandi upplýsingar á veðri næstu daga.
“VEÐUR VERSNAR MJÖG UM MIÐJA VIKUNA
Lægð dýpkar langt fyrir sunnan land. Hitaskil hennar nálgast suðaustanvert landið á miðvikudag. Á sama tíma berst svellkaldur loftmassi úr norðri með A-strönd Grænlands. Snemma á miðvikudag verða þannig kuldaskil með snjókomu úti fyrir Norðurlandi.
Lægðin dregur kalda loftið til sín. Þessi tvö ólíku skil ná saman yfir landinu snemma á fimmtudag með mikilli úrkomu um austan- og norðanvert landið. Mest megnis snjókomu. Á Akureyri getur þannig hæglega sett niður upp undir 30 sm snjó frá hádegi á fimmtudag og fram á föstudag.
Ekki verður hann jafnfallinn, því stormur af NA fylgir og með tilheyrandi kófi.
Mikill hitastigull og samsvarandi þrýstifall þvert yfir landið frá NV til SA knýr þessa öflugu vindröst í lægri lögum.
Sunnan- og vestantil hvessir og snjófjúk líklegt um tíma. Sérlega hvasst getur orðið á Vesturlandi og Vestfjörðum á fimmtudag. Meira að segja verða Höfuðborgarbúar að fylgjast vel með, ekki síst Vesturbæingar og Seltirningar þegar hann stendur af Esjunni og út Hvalfjörðinn.
*Kortin eru fengin af Brunni Veðurstofunnar.”
Myndir og heimildir: Einar Sveinbjörnsson/Veðurstofa Íslands