Fasteignamiðlun kynnir eignina Norðurtún 1, 580 Siglufjörður, nánar tiltekið eign merkt 01-01, fastanúmer 213-0811 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi. Eignin Norðurtún 1 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 213-0811, birt stærð 227.5 fm.
Nánari upplýsingar veitir Arndís Erla Jónsdóttir Löggiltur fasteignasali, í síma 6907282, tölvupóstur arndis@fasteignamidlun.is.
Sjá myndir: HÉR
Um er að ræða einbýlishús með stórum garði og frábæru útsýni. Eignin skiptist í efri og neðri hæð með bílskúr. Efri hæð samanstendur af stofu, eldhúsi, tveimur baðherbergjum, þvottahúsi, fimm svefnherbergjum og andyri. Stofa/borðstofa er mjög rúmgóð með miklu gluggaplássi og sérútgang út á pall í garði. Eldhús liggur við stofu með léttum vegg á milli. Einnig er aflokað búr/geymsla með glugga og opnanlegu fagi inn af eldhúsi með léttum vegg. Þvottahús er með sérútgang og glugga með opnanlegu fagi. Hjónaherbergi er með sérútgang út í garð. Neðri hæð eignarinnar býður upp á marga möguleika og er að hluta til óklárað en grafið var út úr kjallara og jarðvegur lagður og járnabundinn en eftir á að steypa gólf að hluta. Neðri hæð samanstendur því að bílskúr og geymslu í dag. Sérútbúin geymsla er með sérinngang sem hugsuð var fyrir sorpgeymslu við hlið bílskúrs.
Garður er rótgróinn með miklum gróðri og stórum palli aftan við hús. Vel hefur verið hugað að garðinum. Plan fyrir framan bílskúr er möl.
Nánari lýsing:
Eldhús: hvítar innréttingar með efri og neðri skápum og viðar borðplötu. Flísar eru á milli skápa. Plast parket er á gólfi. Vaskur, eldavél, bökunarofn og háfur.
Búr/geymsla: Búr er inn af eldhúsi með miklu hilluplássi, glugga og opnanlegu fagi. Timburveggur er á milli eldhúss og búrs.
Þvottahús: er einnig inn af eldhúsi með flísum á gólfi. Sérútgangur er út á pall að framan úr þvottahúsi. Gluggar með opnanlegu fagi.
Stofa/borðstofa: er samliggjandi við eldhús einnig aflokuð með timburveggjum. Stofa er mjög rúmgóð með góðu gluggaplássi og parket á gólfi. Útgangur er úr stofu út á pall í garði bak við eignina.
Svefnherbergi: eru fimm talsins og eru misstór. Hjónaherbergi er með sérútgang út í garð bak við eignina.
Baðherbergi: eru tvö annað inn af anddyri sem er lítið með flísum á gólfi, vask og klósetti. Hitt er stærra og er staðsett inn á svefnherbergisgangi. Í því er baðkar og frístandandi sturtuklefi, hvít innrétting, vaskur og gólftengt klósett.
Bílskúr: er steyptur með bílskúrshurð. Inntaki fyrir vatn er í bílskúr. Búið er að grafa stærra rými sem búið er að undirbúa en á eftir að steypa gólfflöt. Mikið geymslurými er á neðri hæð en möguleiki er á að bæta við gluggum og því hægt að bæta við herbergjum.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi – 0,4% – 0,8% hjá einstaklingum og 1,6% hjá lögaðilum af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðflutningsskjölum, mögulegu veðleyfi o.fl. – kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, sbr. þjónustusamning.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignamiðlun fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignamiðlun fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.