Aðvörun!

Það er mikilvægt fyrir mig að þú lesandi góður misskiljir þessar nostalgíu hugleiðingar rétt. Ég tel mig hafa verið ákaflega heppin með kennara og annað fólk sem vildi mér vel, sem hvatti mig til að að ganga menntaveginn. En það er nú þannig með þá hvattningu sem og með þessa bláu Skólaljóðabók að metnaður og velviljuð meining hins fullorðna heims þess tíma sem ég ólst upp í getur orðið tvíræður.

Ég er vissurlega þakklátur fyrir að hafa valið að ganga menntaveginn en samt ekki. Því með því dæmdi ég sjálfan mig í eilífa útlegð og því fylgdir ólæknandi heimþrá.

Og stundum líður mér eins og honum í þessum fræga ljóðatexta:

Nú er horfið Norðurland……Nú á ég hvergi heima.

Já kæru vinir það þekkja margar kynslóðir þessa bláu skólaljóðabók, hún fylgdi okkur frá 10 ára aldri og inní gelgjuna…. var okkur KANNSKI stundum til lestraránægju og gefur okkur í dag furðulega tilfinningu án útskýringa um að kunna ljóðatexta utan að án þess að muna afhverju.

 Eða svo er það hreinlega þannig að í minningum hjá sumum vekur þessi bók upp agist og kvalir tegndum minningu um að hafa óskað sér að það kæmi stór og harður jarðskjálfti eða óvænt eldgos akkúrat á þeirri stund sem maður stóð fyrir framan kennarann og allan bekkinn sinn eldrauð/ur í framan, stamandi og hóstandi upp 11 versum af ljóði sem maður hvorki skyldi eða hvað þá hafði áhuga á að kunna.

Ofan á allt grípur kennarinn inní annaslagið og segir kannski:

Lyftu höfðinu vinur og talaðu aðeins hærra….. já gott…. og svo muna að segja þetta með réttum áherslum og innlifun sem tengist tilfinningarlegri upplifun þinni af efnisinihaldi ljóðsins.

WHAT???

Úff….tóks að lokum að stynja þessu út úr mér og hélt smá stund að ég hefði lifað þetta af en þá kom óvænt til viðbótar:

Já….hmm… þetta var ók hjá þér vinur….. en hvað geturðu svo sagt okkur um þetta ljóð og ljóðaskáldið sjálft ?

Og ég kannski hugsaði en sagði ekki upphátt: Andsk… öll mín orka fór í að læra þetta bull utan að undir handleiðslu eða réttar sagt yfirheyrslu móður minnar eða ömmu….. á maður svo að vita hver samdi þessa steypu líka…. og bara allt um hvar hann….(já þetta var alltsaman gamlir dauðir karlar, það eru hámark 3 st. kvenkyns ljóðaskáld með í þessari bók)
……fæddist og amma hans líka……nei, fyrirgefðu…ég bara steingleymdi því… óvart… eða… meðvitað.

Þetta versnaði til muna á tímabilum þegar að það voru þorskastríð en þá var þjóðernisrembingarlegum ljóðum úr þessari heilögu bláu bók lyft fram og lesin hátt af mikilli innlifun í baráttu okkar við óvini okkar Breta sem samtímis á einhvern óskiljanlegan máta voru hernaðarbandalags vinir okkar í Nato.

Hmm… merkilegur tími fyrir okkur sem munum tímanna tvenna í dag.

Það hafa verið samin mörg falleg ljóð og söngtextar um okkar fagra Siglufjörð.
Ljósmynd: Jón Ólafur Björgvinsson.

Mannvonska eða ríkis umhyggja?

Hér hafa sumir sagt við mig að þessar ljóðalestrar pintingar séu hreinlega tengd álíkri mannvonsku sem var reyndar að sumu leyti mjög svo Siglfirsk að mér skilst en það var að pína í okkur börnin lýsi (fljótandi eða í pilluformi) og þvinga okkur líka að sitja á nærbrókinni einni saman í hring í kringum sterkan ljósalampa heila kennslustund í þurru lofti í illalyktandi litlu herbergi og einu orðin sem sögð voru í þessu lærdómsefni var „snúa vinstri, snúa hægri“ og svo framvegis þegar ströng en góðhjörtuð einkennisbúninga klædd skólahjúkka bankaði á rúðuna samtímis úr glerklefanum sínum sem næstum gaf í skyn að hér væri í gangi eitruð geislun sem var góð fyrir heilsufar barna en hættuleg fyrir fullorðið fólk.

En þarna gat maður líka lennt í hrömungum sprottnum upp úr ást og umhyggju tíðarandans, eins og t.d. að Ragna Bachmann elskuleg skólahjúkka sagði:
Guð minn almáttugur…ertu ekki í ullarnærfötum Jón Ólafur ?
Ha…á maður að vera það Ragna ?
Já vinur, ég þarf að ræða þetta við Nunnu ömmu þína.

Og trúið mér… hún Unnur Möller elskuleg amma mín var mætt eftir hádegi með nýprjónuð ullarnærföt og ég grét og reyndi að sannfæra hana um að þetta væri ekki gott fyrir hennar heittelskaða ömmudreng með orðum eins og… en amma þetta er eins og þetta sé prjónað úr stálull….. þú mátt frekar pússa mig með grófum sandpappír og þvo mér upp úr lút í kvöldbaðinu…..

En ekkert dugði, uppeldisfræðileg ástin og umhyggjan var svo sterk.

Ljósalampinn frægi er til ennþá og geymdur í kjallaranum í gamla Barnaskólanum. Það var Guðmundur Góði sem gaf börnum bæjarinns þetta undratæki.
Nú gætu sumir sagt: Ha… þið á Sigló voruð sem sagt ekki bara með Gústa Guðsmann heldur líka einhvern Góðan Guðmund?
Já, er svarið og það væri hægt að skrifa heila bók um þann merkilega mann líka en á heimasíðu Síldarminjasafns Íslands er hætt að lesa stutt ummæli um: Guðmundur Kristjánsson, 1902-1994.

Meiningin með þessu er að við blessuð börnin og framtíð Siglufjarðar og Íslands séu ekki með skort á vítamín A og D en aðferðirnar byggja á álíka tvíræðum umhyggjugrunni eins og innihald bláu skólaljóðabókarinnar góðu.

En við verðum samt að passa okkur á að skrifa ekki trú á uppeldisfræði tíðarandans á skilningslausa kennara þó svo að sumir nemendur hafi sagt að með þessum ljóðalestrar píningum hafi þessi og þessi kennarinn hreinlega verið að hefna sín á þeim með að velja ætíð lengstu og leiðinlegustu ljóðinn á þá sjálfa aftur og aftur í fleiri ár og jafnvel með því drepið þann litla áhuga sem þeir höfðu samt á lestri og ljóðum.

Nei! Nei!
Kæru samfórnarlömb, þið eruð að rangtúlka þetta í minningunni rétt eins og ég.

En útskýringinguna er að finna í merkilegu kafla í skólaljóðabókinni sem við lásum aldrei!

Auðvitað lásum við hann aldrei…. því þetta er leiðindar leiðbeiningarkafli ætlaður metnaðarfullum kennurum samtímas.

Og þetta byrjar allt voða krúttlega og skemmtilega með vísum fyrir ung börn:

„UPPHÖF KVÆÐANNA OG SKIPTING þEIRRA Á NÁMSÁR 10-14 ÁRA.

Best er að kunna utan að þau kvæði sem merkt eru með stjörnu auk þeirra skulu fleiri ljóð og vísur lærð eftir frjálsu vali.

Kaflana um höfunda á að lesa og rifja upp, um leið og kvæði eftir þá eru lærð eða lesin.“

(Bls. 250 Skólaljóðabók, sjá mynd hér undir)

Efnisyfirlit yfir ljóð og vísur fyrir 10 ára börn, takið eftir X yfir lesin og með því lögð áhersla á LÆRÐ.

Nú gætu sumir sem þekktu mig sem barn eflaust sagt: En var þetta eitthað mál fyrir þig Nonni? Þú sem alltaf varst svo ófeimin og með svo mikinn leikaraskap i þér?

Jú, reyndar var þetta oftast ekkert vandamál en svo erum við svo ólík og lík og óréttlætið gat oft legið í að þora eða þora ekki að mótmæla.

Minn ástkæri íslenksukennari Benidikt Sigurðsson segir kannski: ….og þú Jón Ólafur tekur ljóð Hallgríms Péturssonar sem byrjar á bls. 98…. og síðan tekur þú Ásbjörn ljóðið Móðir mín sem byrjar á bls. 103… og svo…. Augnablik…. fyrirgefðu Benidikt.... Já Jón Ólafur…. heyrðu þú lætur mig hafa ljóð sem er 20 vers… ha… og Ábbi fær eitthvað barnagæluljóð sem er 5 vers, mér finnst þetta bara ekki réttlátt Benidikt…Ha?

Já….þetta er rétt athugað hjá þér vinur… já, við látum þá bara fyrstu 10 duga…..
7 Benidikt, allt annað er bara argasta óréttlæti….. Já segjum 7… og svo á Jóna Elín að…..

Að fá að velja ljóð sjálfur fannst mér gerast alltof sjaldan en þá var þetta auðveldara, sérstaklega ef ljóðið talaði til mín. En ef ekki þá var þetta pest og pína og ég man stundir þar sem ég stend öskrandi á eldhúsgólfinu og þeyti út úr mér næstum með tárin í augunum:

“En mamma…. afhverju verður maður að kunna þetta bull utan að…..

(Nútíma börn og unglingar hefðu kannski sagt: “En mamma… afhverju getur maður ekki bara fengið að Goggla þetta….ef eða þegar einhver þarf á þessu ljóðabulli að halda”)

Og ég sá að hennar stóra móðurhjarta sem var bara 20 árum eldra en mitt að hún vildi segja eitthvað sem gæti huggað mig en hún fann enga góða útskýringu aðra en:
“Ja…við vorum líka látin læra þetta svona.

Og þessar andsk…..lýsispillur, mamma var þeim troðið í ykkur líka og ljósatímar… mamma, ha….?

Og nú ljómaði hún öll upp og sagði: Nei, Nonni minn, við þurftum ekki að fara í ljósatíma en þetta var miklu verra með lýsið….. því var hreinlega ausið ofan í okkur úr stórri opinni tunnu á hverjum morgni….
…. og við gátum næstum grátið saman smá stund yfir velmeinuðu óréttlæti lífsins sem dundi yfir okkur bæði í barnaskólanum.

Í Skólaljóðabókinni eru margar skemmtilegar teiknaðar myndir eftir Halldór Pétursson sem hjálpa manni að fá innblástur um tilfinningarlegt ástand persónanna í ljóðunum.
(Ljóðið heitir Fjallganga og er eftir Tómas Guðmundsson). bls. 227.

En reyndar man ég að áhugi minn á orðum og þýðingu þeirra byrjaði snemma. Enda var ég umkringdur fólki sem sagði sögur og samdi söngtexta í bæjarbragsrevíur en ljóð fannst mér skrítið frásagnarform. Tók mig smástund að ná þessum reglum með höfuðstaf og stuðla og svoleiðis og svo á þetta að ríma líka…. svo er hægt að syngja sum ljóð og önnur ekki….. stór furðulegt!

En ég man að kvæðið “Snati og Óli” lærði ég með gleði, því mig langaði svo að eiga hund. En heima hjá mér voru bara kettir og ég fékk ekki að eignast minn eiginn hund fyrr ég var fráskilin en velskilin reyndar, þá komin vel yfir fertugt.

Þessi hundur hét Cindý og ég sakna hennar enn en hún dó rétt fyrir jól 2015 næstum 14 ára gömul. Ég heyri stundum í klónum á henni á parketgólfinu enn þann dag í dag.

Hundurinn í kvæðinu hér fyrir neðan er góðhjartaður eins og Cindy en lætur samt ekki plata sig þrátt fyrir góð loforð.

Bls. 126 í Skólaljóðabók. Snati og Óli eftir Þorstein Erlingsson (1858-1914)
Þetta er hún elsku Cindý mín, það er með ólíkindum hversu sorglegt það er að missa hundinn sinn og tómarúmið sem er við hliðina á manni á gögnutúrum er ólýsanlegt.

En nú erum við öll orðin eldri og komin í Gagnfræðiskólan og þar hitti ég íslensku kennara sem einhvernveginn náði til mín í gegnum mínar áköfu króníksu hormónatruflanir. En hann heitir Páll Helgason og hann var ekkert rosalega hrifin af að fylja þessum kennaraleiðarvísi sem fylgdi með Skólaljóðabókinni bláu.

En honum lýsi ég þannig í Ömmu kaflanum í Göngutúrum um heimahaga:

Palli var svo séður að hann áttaði sig á að þetta staðnaða stuðlabergs ljóðaform sem að mestu leyti fyllti þessa bláu bók var liðin tíð og að sumir….ég og fleiri, mundu verða honum að eilífu tapaðar bókmennta og ljóða sálir ef hann væri ekki til í að ræða við okkur um alvöru texta og skáld eins og Megas sem reyndar bjó á Sigló á þessum tíma og setningar eins og “Guð býr í garðslöngunni, Amma” eða nokkrum árum seinna “Þúsund þrorskar á færibandinu færast nær” en Bubbi Morthens var þá fyrir mér og mörgum öðrum hin nýi Bob Dylan Íslands og hann er það enn í dag.

Mér skilst að til sé RAUÐ skólaljóðabók líka og jafnvel fleiri litir með nútímaskáldum og alvöru ljóðum.

Ég minnist þess að við bólugrafnir unglingarnir vorum oft að yrkja ATOM-LJÓÐ.
Og svona rétt til þess að Páll Helgasson fái það á tilfinninguna að hann hafi kannski kennt mér eitthvað af viti þá læt ég bara eitt eigið vaða hér og nú:

Á leiðinni heim
sé ég fjöllin afklæðast
hvítum þokuslæðu kjólum
og fjörðurinn birtist mér
nakinn og fagur…….

Ó Guð…
ég gleymdi að kaupa mjólk fyrir mömmu í Kaupfélaginu!

En í leiðavísi kennarra í þessari bláu bók er sagt næstum hreinskilningslega að verið sé að forðast að ögra börnum og viðkvæmum sálum með þeim hörmungum sem koma með þessu nútíma ljóðaformi.

Úrdráttur úr:
Um Ljóðanám” bls. 248 og 249, Kristján J. Gunnarsson.

“…..…Við valið í þessa bók hefur þrennt einkum verið haft í huga, að kvæðin hefðu skáldlegt gildi, að þau væru við hæfi barna og unglinga og kynntir væru svo margir höfundar, að nemendur vissu deili á nokkrum helztu ljóðskáldum þjóðarinnar á seinni öldum.” NOKKRUM ??

“…….Ekki þótti rétt að taka eldri kvæði en frá 17. öld, (innskot greinarhöfundar: Guði sé lof að ekki var þvingað á okkur börnin að lesa blóðug ljóð skrifuð með rúna-bókstöfum) þar sem námsefnið hefði orðið meira en svo, að unnt yrði að komast yfir það á þessum námsárum.”

Og hér kemur það sem margir kennarar kannski túlkuðu of bókstaflega og ofurtrú á að þessi kennsluaðferð passaði öllum.

“…….Mikla áherzlu þarf að leggja á góðan upplestur, því leiðin til skilnings á eðli og hrynjandi bundins máls er fyrst og fremst tengd skýrri og ljóðrænni framsögn. Sum kvæðin (kvíðinn sem þetta skapaði hugsaði ég óvart) í safni þessu eru sérstaklega valin með tilliti til upplestraræfinga. (einkum þó námsefni 13 og 14 ára barna)

hmm…. Um að gera passa uppá að auka gelgju kvíða, agist og byggja upp sjálfsálit sem er NÚLL á þessum aldri með svona uppeldisfræði.

Og svo koma svona perlur sem settu bæði hroll og gæsahúð í mína viðkvæmu barnasál.
“….Nemendur þurfa, eftir því sem við verður komið, að komast i sem beinasta snertingu við skáldið sjálft. “ OG HVERNIG….í andsk… gerir maður það??

Ég komst bara í beina snertingu við eitt skáld en það var Tómas Guðmundsson enda stendur það skýrum orðum að hann var sá eini (ég veit, ég er að ýkja…en..) sem var ekki dauður þegar þessi blessaða bláa bók var prentuð fyrst. En í stuttri umsögn um þetta ljóðaskáld á bls. 226 stendur:

“Mörg kvæði Tómasar urðu brátt kunn vegna þess ÆSKUFJÖRS og þeirrar LÍFSGLEÐI, sem í þeim birtist.”

Auðvitað var leyfilegt líka og til þess hvatt að við myndum velja sjálf ljóð sem töluðu til okkar en þá komun við inná þetta viðkvæma í táningasálinni og ég sé fyrir mér að ung ástfangin snót sem þekkti sig svo tilfinningarlega í þessu fallega ljóði Tómasar.

Þjóðvísa eftir Tómas Guðmundsson, bls. 229.

En getur hún valið þessi fallegu orð ? Eða farið með þau af innlifun fyrir framan allan bekkinn og svarað spurningum kennars:

Og afhverju valdirðu akkúrat þetta ljóð og hvað er það í textanum sem talar svona mikið til þín vina mín ?

En ég þekki reyndar eina sem hefði með gleði farið með þetta ljóð á Torginu heima á Sigló og hún hefði auðveldlega yfirgnæft predikun Gústa Guðsmanns.
En hún var og er enn í dag þannig gæðum gædd og ég var skotinn í henni og hún í mér og stundum vorum við par eða ekki par, stundum bara danspar og stundum teiknaði hún mig bara….. en alltaf vorum við vinir og við erum frá þessum táningatíma að eilífu bundin platónískum ástarböndum.

EPILOG:

Það skal tekið fram að innblástur í þessar nostalgíu pælingar um litla slitna bláa skólaljóðabók er mikið sóttur í athyglisvert ritverk eftir Dósent Atla Harðasonar en það heitir: “Tvímælis. Heimspeki menntunar og skólakerfi nútímans.”

En þar er einmitt rætt um þessar tvær eilífðar spurningar sem við virðumst ALDREI geta komist að ásættanlegri niðurstöðu um.

Eru skólakerfið okkar skapað til að framleiða góða og nytsama meðborgra fyrir samfélagið?

Eða er aðalmarkmið menntunnar að skapa frjálsa, skapandi, hugsandi einstaklinga?

Hugmyndafræðin í Skólaljóðabókinni er bæði og.
Vill ég meina, þetta er allt mjög svo fallega hugsað en….. fyrir mig og þann persónuleika sem ég hafði að bera þá var þetta svolítið:

HUGURINN BAR MIG HÁLFA LEIÐ…….EN SVO SNÉRI ÉG VIÐ!

Lifið heil og kær kveðja.
Nonni Björgvins

Ljósmyndir og texti:
Jón Ólafur Björgvinsson

Skrifað í Lysekil 8 feb 2020

Heimildir: Skólaljóð. Kristján J. Gunnarsson valdi kvæðin. Halldór Pétursson teiknaði myndirnar. Ríkisútgáfa námsbóka.(finn ekkert ártal)