Hafnafréttir birtu frétt þess efnis að sr. Sigríður Munda Jónsdóttir sóknarprestur í Ólafsfirði hefur verið ráðin sóknarprestur í Þorlákshafnarprestakalli. Hún mun sinna kirkjustarfi í þeim þremur kirkjum sem tilheyra prestakallinu, Þorlákskirkju, Hjallakirkju og Strandakirkju.

Segir þar meðal annars. Sigríður Munda hefur verið starfandi prestur á Ólafsfirði síðustu 16 ár en er fædd á Akranesi 1. júlí 1966 og ólst upp í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd.

Sigríður Munda ætlar að flytjast til Þorlákshafnar og hún segist hlakka mikið til að koma og setjast þar að:

Það var svo vel tekið á móti mér og ég er bjartsýn og vongóð um að það sé gott að vera í Þorlákshöfn

Mynd: Guðný Ágústsdóttir