Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur í tveimur úrskurðum sem féllu þann 27. september 2018 fellt úr gildi ákvörðun Matvælastofnunar um að veita Fjarðarlaxi ehf. og Arctic Sea Farm rekstrarleyfi fyrir 17.500 tonna ársframleiðslu á laxi í sjókvíum í Patreksfirði og Tálknafirði.

Þetta mun án efa hafa mjög slæmar afleiðingar fyrir þessi byggðarlög, því samkvæmt heimildum Trölla.is er laxeldið mikilvægur hluti atvinnu á svæðinu.

Í niðurlagi fréttar á vef Matvælastofnunar segir þó: “Matvælastofnun mun í framhaldinu fara yfir forsendur úrskurðarins og hvernig bregðist beri við þessari niðurstöðu”.

Frá Patreksfirði.

 

Sjá nánar á vef Matvælastofnunar

 

Frétt: Gunnar Smári Helgason