Ný stjórn er tekin við í Skíðafélagi Siglufjarðar, Skíðaborg.  Hana skipa Jón Garðar Steingrímsson, Anna María Björnsdóttir, Hrólfur Baldursson, Hilmar Þór Elefsen og Þorgeir Bjarnason.

Á facebooksíðu Skíðafélags Siglufjarðar, Skíðaborg þakkar stjórnin fráfarandi stjórn fyrir þeirra framlag .

Jafnframt tók nýkosin stjórn það fram að þau væru að setja saman viðburðadagatal með mótum, viðburðum og fjáröflunum.

Forsíðumynd: Steingrímur Kristinsson