Lagt fram vinnuskjal slökkviliðsstjóra Fjallabyggðar á 693. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar varðandi nauðsynlega nýliðun slökkviliðsmanna, menntun og búnað.

Jóhann K. Jóhannsson nýráðinn slökkviliðsstjóri telur afar brýnt að hefja nýliðun í Slökkviliði Fjallabyggðar, undir það tekur bæjarráð.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir kostnaðaráætlun vegna nýliðunar, menntunar og búnaðarkaupa og því tengdu á árinu 2021 fyrir næsta fund bæjarráðs.

Nýr slökkviliðstjóri Fjallabyggðar

Mynd/samansett