Í gærkvöld 17. október og í kvöld 18. október munu starfsmenn frá umhverfisverkfræðistofunni ReSource International gera lekaleit á hitaveitu innan Ólafsfjarðar fyrir hönd Norðurorku.

Lekaleitin verður gerð með ómönnuðum loftförum (öðru nafni drónum) þar sem teknar verða hitamyndir úr +50 m hæð af bænum vegna mögulegra leka á hitaveitulögnum. Gögnin nýtast Norðurorku til að stöðva núverandi leka ásamt því að varpa ljósi á mögulegar viðhaldsþarfir.

Áætlað er að lekaleitin taki þessa tvo daga og myndirnar eru teknar með hitamyndavél og úr þó nokkurri hæð svo ekki er hægt að greina neina persónugreinanlega hluti á þeim. Gögnin munu afhentast Norðurorku og ekki fara í dreifingu út á við.

ReSource International mun leitast eftir því að framkvæma verkið með öryggi og hag íbúa að leiðarljósi og þakkar fyrirfram sýndan skilning og þolinmæði.

Mynd/Magnús G. Ólafsson