Fasteignamiðlun kynnir eignina Ólafsvegur 4, 625 Ólafsfjörður, nánar tiltekið eign merkt 01-01, fastanúmer 215-4221 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi. Eignin Ólafsvegur 4 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 215-4221, birt stærð 293.5 fm.

Nánari upplýsingar veitir Arndís Erla Jónsdóttir Löggiltur fasteignasali, í síma 6907282, tölvupóstur arndis@fasteignamidlun.is.

Sjá myndir: HÉR

Um er að ræða skrifstofuhúsnæði í eigu Fjallabyggðar með bílskúr. Eignin er steypt og hefur verið klædd að utan. Þrír inngangar eru inn í eignina en einnig er gengið um steyptan stiga innan hennar. Eignin býður upp á marga framtíðarmöguleika á atvinnuhúsnæði jafnt sem íbúðarhúsnæði.

Neðri hæðin er í dag notað sem Bókasafn og samanstendur af afgreiðslu, anddyri, þremur herbergjum, baðherbergi, þvottahúsi og geymslu. Gengið er inn í flísalagt anddyri en flísar liggja svo áfram inn í afgreiðslu, baðherbergi og gang. Lítil geymsla er inn í afgreiðslu sem er að hluta undir stiga upp á efri hæðina. Herbergin eru þrjú með dúk á gólfi og eru misstór en með léttum veggjum að hluta svo hægt væri að breyta skipulagi. Gluggar neðri hæðar eru í ágætis standi þó þurfi sumstaðar lagfæringa. Þvottahús/geymslurými er með sérútgangi út í garð, vask, skápum og epoxy gólfi. Stigi upp á efri hæðina er steyptur með teppi og timbur/járn handriði. Gluggi er í stigagangi því náttúruleg birta sem flæðir um rýmið. 

Efri hæð samanstendur af anddyri, tveimur herbergjum, stofu, eldhúsi og litlu baðherbergi. Gengið er inn í flísalagt anddyri. Parket er á gólfum efri hæðar fyrir utan baðherbergi. Efri hæðin er notuð sem skrifstofurými í dag og því skipt upp þannig en léttir veggir eru að hluta á milli rýma og því vel hægt að breyta skipulagi. Eldhús er með góðu skápaplássi, vask, uppþvottavél og plast parketi á gólfi. Búið er að skipta vatnslögnum í eldhúsi. Baðherbergi er lítið með dúk á gólfi og upp á hálfa veggi. Klósett er gólftengt og vaskur. 
Búið er að setja nýja rafmagnstöflu, klæða eignina að utan en ekki er vitað um ástand glugga og þaks og mælt með að láta ástands skoða húsið fyrir áætluð kaup. 
Bílskúr er með tvöfaldri hurð, epoxy gólfi og auka inngangi á hlið. Bílskúr hefur ekki verið klæddur að utan. 

Neðri hæð: 
Anddyri: flísalagt gólf með dökkum flísum. 
Afgreiðsla: er inn af anddyri með sömu flísum. Baðherbergi og geymsla eru inn í afgreiðslunni. Sömu flísar eru á baðherberginu en steypt gólf í geymslu. Stigi upp á efri hæð er í afgreiðslu.  
Herbergin: eru þrjú með bláum dúk á gólfi. Gluggar eru í hverju þeirra með góðri birtu. 
Þvottahús/geymslurými: er með epoxy á gólfi, innréttingu með skápum og vask. Einnig er sérútgangur út í garð. 

Efri hæð:
Anddyri: ljósar flísar eru á gólfi. 
Hol: er með plast parketi á gólfi og þiljum á hluta af vegg. 
Baðherbergi: er inn af holi og er með dúk á gólfi og upp á hálfan vegg. Gólftengt klósett og vaskur. Gluggi þarfnast lagfæringar. 
Herbergi: eru tvö með plastparketi á gólfi. Annað er nýtt sem fundarherbergi og hitt sem skrifstofa í dag. 
Eldhús: ljós innrétting með grárri borðplötu. Plastparket er á gólfi. Vaskur, uppþvottavél og ísskápur. 

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi – 0,4% – 0,8% hjá einstaklingum og 1,6% hjá lögaðilum af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðflutningsskjölum, mögulegu veðleyfi o.fl. – kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, sbr. þjónustusamning.

Fasteignamiðlun ehf. – Grandagarður 5 – 101 Reykjavík – Arndís Erla Jónsdóttir löggiltur fasteignasali