Lagt var fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar á 778. fundi bæjarrfáðs Fjallabyggðar með samantekt á viðhaldsþörf götulýsingar í Fjallabyggð.

Bæjarráð þakkaði deildarstjóra fyrir greinargott yfirlit og fól honum að vinna tillögu að forgangsröðun og leggja kostnaðarmat fyrir bæjarráð eftir 2 vikur.

Í minnisblaðinu kemur fram að Fjallabyggð hefur verið að skipta út ljóskerjum fyrir LED bæði í Ólafsfirði og á Siglufirði.

Á Siglufirði er ástand götulýsingar heldur lakara en í Ólafsfirði og má lesa nánar um ástandslýsingu hér að neðan.