Á miðvikudaginn voru kynntar hertar aðgerðir frá stjórnvöldum vegna kórónaveirunnar. Fjöldi á samkomum miðast nú við 100 manns og tekur 2ja metra reglan gildi frá og með hádegi í gær, föstudaginn 31. júlí.
Hertar aðgerðir hafa áhrif á þjónustu Dalvíkurbyggðar og taka allar stofnanir sveitarfélagsins mið af þessum nýju reglum. Fram á þriðjudag er staðan sú að í Íþróttamiðstöð lokar ræktin og takmarkanir verða á annarri þjónustu. Söfnin verða lokuð yfir helgina. Á þriðjudag verður tekin staðan á ný og skoðað með hvaða hætti þjónusta verður veitt hjá sveitarfélaginu innan settra marka.
Nú þurfa allir að taka sig aftur á , virða reglur, sóttvarnir og gefin tilmæli landlæknis og almannavarna. Þróunin í fjölda smita á landinu undanfarna daga er ógnvænleg og þurfa allir að taka höndum saman til að snúa þessu við.