Á 777. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar óskaði deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2023 vegna endurnýjunar og uppsetningu nuddtækis og vaktbúnaðar í sundlaug Siglufjarðar.
Bæjarráð samþykkti umbeðna ósk og þakkaði deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála fyrir minnisblaðið.
 
						 
							
 
			 
			 
			 
			