Á næstu dögum er að fara af stað afar spennandi verkefni í Húnaþingi vestra en rithöfundurinn Auður Þórhallsdóttir og nemendur og starfsfólk Grunnskóla Húnaþings vestra ætla að sameina krafta sína.
Mun Auður í samvinnu við nemendur semja barnabók um hinn ástkæra Bangsa. Skólinn mun í framtíðinni nýta bókina sem kennsluefni.
Markmiðið með verkefninu er að kynna hvunndagshetjuna Bangsa fyrir börnum í Húnaþingi vestra og þannig tengjast þau nærumhverfi sínu í gegnum söguna.
