Berjadögum tónlistarhátíð í Ólafsfirði hefur verið aflýst. Það var tilkynnt á facebooksíðu hátíðarinnar í dag.

Einnig tilkynnti stýrihópur um Síldarævintýri á Siglufirði fyrir skömmu að ekkert yrði af hátíðahöldum í ár vegna aukningu smita COVID-19 og samkomutakmarkana.