Lagt fram erindi Golfklúbbs Siglufjarðar (GKS) á 690. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar þar sem óskað er eftir afnotum af neðra fótboltasvæði á Hóli, sama svæði og á árunum 2019 og 2020, fyrir kennslu barna og unglinga.

Einnig er óskað eftir aðstoð við slátt á svæðinu þrisvar yfir afnotatímann eða styrk til þess að slá svæðið.

Bæjarráð samþykkir að veita Golfklúbbi Siglufjarðar afnot af svæðinu líkt og undanfarin sumur.

Fjallabyggð mun sjá um slátt á svæðinu þrisvar sinnum yfir tímabilið og mun kostnaður við sláttinn verða færður sem styrkur á Golfklúbb Siglufjarðar. Bæjarráð felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að gera drög að samningi við GKS og leggja fyrir bæjarráð.

Einnig var lagt fyrir fundinn fyrirspurn Golfklúbbs Siglufjarðar, þar sem óskað er eftir rökstuðningi vegna synjunar á umsókn um styrk úr bæjarsjóði. Einnig lagt fram undirritað svarbréf til Golfklúbbs Siglufjarðar um synjun styrks, dags. 15.01.2020.

Bæjarráð þakkar erindið en samkvæmt 21. gr. stjórnsýslulaga er frestur til að óska eftir rökstuðningi liðinn.

Sjá frétt um úthlutun menningarstyrkja í Fjallabyggð: HÉR

Skjáskot/Fjallabyggð