Í Fjallabyggð eru 13 ungmenni ráðin til að slá í Ólafsfirði og á Siglufirði, 8 eru í hópnum á Siglufirði en 5 í Ólafsfirði. Þau vinna frá kl. 08.00 á morgnana og eru að til kl. 17.00 og er áætlað að þau verði við sláttuvinnu til 17. ágúst. Krökkunum sem voru að slá við Laugarveginn finnst skemmtilegast að vinna ekki í rigningu, en láta sig þó hafa það eins og þennan dag og finnst þeim grasið spretta helst til hratt þetta sumarið.

Þau slá opin svæði í bænum og einnig hjá einstaklingum sem ekki hafa aðstöðu eða getu til að slá. Guðmann Sveinsson er yfir sláttugenginu.

Þessir duglegu strákar láta rigninguna ekki á sig fá.

 

Frétt og myndir: Kristín Sigurjónsdóttir