Margir hafa staðið frammi fyrir því að upplifa þetta óþægilega fyrirbæri sem birtist upp úr þurru í andlitinu. Já, við erum að tala um frunsu. Kláðinn gerir vart við sig í fyrstu, síðan blæs sárið upp og þú getur fátt annað gert nema að sætta þig við þetta flykki þar til það loksins grær.

Hvernig er hægt að losna við þessi óþægindi sem fylgja herpes?  Áblásturinn er yfirleitt af völdum vírusa þannig að þrátt fyrir veirueyðandi varnir getur þú notað eftirfarandi ráð sem virka:

1. Þú sýður 100 ml af vatni.  Bætir við 1 matskeið af matarsóda og hrærir því saman áður en þú setur það á frunsuna með bómull.

2. Salt getur einnig verið mikil hjálp til að meðhöndla herpes frunsu hratt og örugglega áður en hún springur bókstaflega í andlitið á þér (þegar sárið opnast).  Þú þarft aðeins að eiga lítið magn af salti og strá því á sárið strax og það byrjar að krauma (þú finnur það). Skildu saltið eftir á svæðinu, skolaðu það síðan af. Þetta ber að endurtaka nokkrum sinnum yfir daginn.

3. Eggjaskurn lögð ofan á væntanlega frunsu. Skurninni er þrýst upp við frunsuna strax og hún byrjar að láta á sér kræla en fyrst skaltu taka skurnina utan af egginu (við erum ekki að tala um að leggja egg upp að sárinu heldur eingöngu skurnina). Haltu eggjaskurninni upp við sárið í 1 mínútu nokkrum sinnum yfir fæðingardag frunsunnar. Jákvæðar niðurstöðurnar eiga eftir að koma þér á óvart.

4. Hvítlaukur er mjög öflugt veirueyðandi lyf. Taktu tvo hvítlauksgeira og kremdu þá áður en þú blandar þeim saman við 1 matskeið af sýrðum rjóma, 1 msk af hveiti og 1 msk af hunangi. Útkoman er frábært krem sem er andstæðingur herpes veirunnar og bókstaflega drepur hana áður en hún byrjar að blómstra.

Frétt: Fréttanetið