Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis að halda óbreyttu fyrirkomulagi sóttvarnaaðgerða á landamærum til 1. júlí næstkomandi.

Frá þeim tíma verður slakað á aðgerðum, þar sem hætt verður að skima þá sem framvísa vottorðum um bólulsetningu eða fyrri sýkingu af völdum Covid-19.

Einnig verður hætt að skima börn fyrir Covid-19 við komuna til landsins.

Skoða á vef Stjórnarráðsins


Helstu breytingar á samkomutakmörkunum frá og með 15. júní:

  • Almennar fjöldatakmarkanir 300 manns. Börn fædd 2015 og síðar áfram undanþegin.
  • Nándarregla einn metri í stað tveggja.
  • Sitjandi viðburðir: Engin krafa um nándarmörk. Áfram grímuskylda og að hámarki 300 manns í hverju sóttvarnahólfi. Með sitjandi viðburðum er átt við leikhús, íþróttaviðburði, athafnir trúar- og lífsskoðunarfélaga, ráðstefnur og viðlíka.
  • Veitingastaðir: Opnunartími veitingastaða lengist um klukkustund, frá kl. 23 til miðnættis. Gestir þurfa að hafa yfirgefið staðinn fyrir kl. 01.00.

Gildistími: Reglugerð sem felur í sér ofangreindar breytingar á samkomutakmörkunum innanlands mun gilda til og með þriðjudagsins 29. júní næstkomandi.

Skoða á vef Stjórnarráðsins