Út er komið nýtt lag með Myrkva sem inniheldur smá sólskin frá Myrkheimum. Lagið er komið í massíva spilun á FM Trölla.
Nýjasta Myrkvaverkið er grúví sumarsmellur og löðrandi af ádeilu. Hið vansæla fólk virðist skemmta sér vel, þar til tónlistin snýr baki við gleðinni og fer að eltast við annars konar tilfinningu. Tónlistarmyndbandið var tekið upp á tónleikaferð og málverk eftir Freydísi Halldórsdóttur prýðir smáskífuna.
Þetta er þriðja smáskífan af komandi breiðskífu Myrkva og Yngva Holm en þeir kumpánar hafa ýmsa fjöruna sopið í gegnum tíðina. Týndu árin og hljóðheimur uppvaxtaráranna, sitt hvorum megin við aldamótin, brutust út við gerð plötunnar.
Nafn flytjanda: Myrkvi
Nafn lags: Miserable People
Höfundur lags: Magnús Örn Thorlacius, Yngvi Rafn Garðarsson Holm
Höfundur texta: Magnús Örn Thorlacius
Útgefandi: Baggabotn