Undanfarnar vikur er búið að vera vinna í því að koma upp nýrri vallarsjoppu við Ólafsfjarðarvöll. Í lok síðasta tímabils var gamla vallarsjoppann tekinn í burtu enda var sá kofi kominn til ára sinna og tími til kominn að endurnýja.

KF hefur alltaf haft opna sjoppu þegar meistaraflokkur KF spilar heimaleik og er hægt að er kaupa sér allskonar góðgæti svosem, Kaffi, Kakó, pizzur og nammi.

Kjartan Helgason og Kristófer Beck yfirsmiðir hafa haft yfirumsjón að koma vallarsjoppunni upp ásamt fleirum. Verkið var unnið í sjálfboðavinnu og skilar KF gríðarlegum þökkum til þeirra félaga sem lögðu fram vinnu í þetta verkefni.

Hér fyrir neðan má svo sjá nokkrar myndir af framkvæmdinni

 

Kjartan og Kristó í djúpum pælingum – mynd; Magnús Þorgeirsson

 

Undirstöðurnar klárar – mynd: Magnús Þorgeirsson

 

Alvöru iðnaðarmenn þarna á ferð – Mynd: Magnús Þorgeirsson

 

Allt að smella saman – Mynd: Magnús Þorgeirsson

Frétt fengin af vef: Knattspyrnufélags Fjallabyggðar