Í dag, laugardaginn 5. janúar verða sannkallaðir nýárs-stórtónleikar í Siglufjarðarkirkju frá kl. 17:00 – 19:00, því þar kemur fram fjöldinn allur af tónlistarfólki á ýmsum aldri.
Meðal þeirra sem koma fram eru:
Páll Szabó sem leikur á pípuorgel Preludíu í Es-dúr eftir J.S. Bach.
Karlakórinn í Fjallabyggð, ásamt hljómsveit kórsins,
Þorsteinn Bjarnason syngur einsöng með kórnum og
Þorsteinn Sveinsson leikur á trompet.
Unglingahljómsveitin Ronja og Ræningjarnir hefur getið sér gott orð í Fjallabyggð og mun leika nokkur lög, bæði með kórnum og líka ein og sér. Einnig munu þau leiða fjöldasöng.
Nemendur og kennarar Tónlistarskólans á Tröllaskaga syngja og leika.
Kirkjukórinn syngur einnig með í nokkrum lögum.
Yngsti einsöngvarinn er Tinna Hjaltadóttir, fædd 2009, sem syngur einsöng með kór og hljómsveit.
Einnig koma um 20 ungir nemendur úr Grunnskóla Fjallabyggðar og syngja með kórnum.
Það verður því margt um manninn á þessum tónleikum, sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.
Athygli vekur hve miðaverði er stillt í hóf, aðeins kr. 2.500 og frítt fyrir 12 ára og yngri. Enginn POSI.
ÖLL INNKOMA ( ekki bara ágóði ) rennur til Tónlistarskólans á Tröllaskaga, ætlað til hljóðfærakaupa.
Myndir: Gunnar Smári