Nýir kauptaxtar sem gilda fyrir almenna markaðinn, ríki og sveitarfélög frá 1. apríl nk. eru komnir á vefinn.
Eins og greint var frá á vef Einingar-Iðju sl. föstudag þá hittust forsendunefnd ASÍ og SA sem starfar samkvæmt kjarasamningum, og ræddu hagvaxtarauka kjarasamninga.
Landsframleiðsla á mann jókst um 2,53% á síðasta ári. Þetta hefur þá þýðingu að hagvaxtarauki kjarasamninga hefur virkjast í fjórða þrepi.
Forsendunefnd ASÍ og SA hefur ákveðið að hagvaxtaraukinn komi til greiðslu 1. maí líkt og kveðið er á um í samningum.
Launataxtar munu hækka um 10.500 kr. og almenn laun um 7.875 kr. frá 1. apríl og koma til greiðslu 1. maí. Sjá nánar hér