Í fyrradag, 22. okt. fór fram formleg vígsla rennibrautarinnar í sundlauginni í Varmahlíð við mikinn fögnuð viðstaddra. Það voru þau Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Hrefna Jóhannesdóttir, oddviti Akrahrepps, sem klipptu á borðann. Unnur María Gunnarsdóttir, nemandi við Varmahlíðarskóla, vígði svo brautina og fór fyrstu bununa í brautinni.

Sundlaugin í Varmahlíð er opin sem hér segir:

Mánudaga – fimmtudaga kl 9-21

Föstudaga kl 9-14

Laugardaga kl 10-15

Vegna framkvæmda við sundlaugina á Sauðárkróki er fyrirhugað að lengja opnunartíma sundlaugarinnar í Varmahlíð fram að áramótum. Opnunartími verður nánar auglýstur síðar.

 

Ný og glæsileg rennibraut við sundlaugina í Varmahlíð

Frétt og myndir: skagafjordur.is