Samkvæmt Nýjasta Þjóðarpúlsi Gallup og RÚV í september heldur Samfylkingin stöðu sinni sem stærsti flokkur landsins með 34,6% fylgi ef kosið yrði til Alþingis í dag. Það er lítil breyting frá júlí þegar flokkurinn mældist með 34,7%.

Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með 19,7% fylgi, sem er svipað og í síðustu könnun, en Viðreisn tapar fylgi og fer úr 14,6% í 12,9%. Miðflokkurinn styrkist lítillega og mælist með 11%, en Flokkur fólksins fær 7,4%. Framsóknarflokkurinn mælist með 4,5% og Vinstri græn 3,7%. Píratar eru með 3,5% fylgi.

Helsta breytingin í könnuninni er sú að fylgi Viðreisnar minnkar um tæplega tvö prósentustig. Aðrir flokkar mælast með svipað fylgi og í júlí, breytingar eru á bilinu 0–1 prósentustig og eru því innan skekkjumarka.

Ef niðurstöður væru yfirfærðar á þing yrði Samfylkingin stærsti flokkurinn með 35% atkvæða, Sjálfstæðisflokkurinn næstur með 20%, Viðreisn 13%, Miðflokkurinn 11% og Flokkur fólksins 7%. Aðrir flokkar fengju samanlagt undir 5% fylgi.

Stuðningur við ríkisstjórnina mælist nú 64% en var 65% í júlí. Stuðningur við stjórnarandstöðuflokka er 55%, sem er lítil breyting frá síðustu könnun.

Niðurstöður sýna einnig að 81,6% landsmanna segjast ákveðnir í að kjósa næst, 12,5% eru ekki viss hvort þeir muni kjósa eða hvaða flokk þeir styðja, og 5,9% segjast ekki hyggjast kjósa.

Spurt var:

  • Ef kosið yrði til Alþingis í dag, hvaða flokk myndir þú kjósa?
  • En hvaða flokkur yrði líklegast fyrir valinu?
  • Styður þú ríkisstjórnina?

Fylgi flokkana í Norðvestur og Norðausturkjördæmi

Norðvesturkjördæmi

  • Framsókn: 14,3%
  • Viðreisn: 10,4%
  • Sjálfstæðisflokkur: 20,3%
  • Flokkur fólksins: 8,0%
  • Sósíalistaflokkurinn: 0,3%
  • Miðflokkurinn: 11,5%
  • Píratar: 2,5%
  • Samfylkingin: 27,6%
  • Vinstri græn: 3,7%
  • Annað: 0,0%

Norðausturkjördæmi

  • Framsókn: 7,8%
  • Viðreisn: 5,8%
  • Sjálfstæðisflokkur: 14,2%
  • Flokkur fólksins: 9,2%
  • Sósíalistaflokkurinn: 3,9%
  • Miðflokkurinn: 12,7%
  • Píratar: 2,0%
  • Samfylkingin: 27,1%
  • Vinstri græn: 4,9%
  • Annað: 0,1%

Mynd/aðsend