Karlakór Fjallabyggðar, Kirkjukór Siglufjarðar, Vorboðakórinn (kór eldri borgara á Siglufirði) og nemendur frá tónlistarskólanum syngja á aðventuhátíð í Siglufjarðarkirkju, sunnudaginn 10. desember klukkan 17:00.

Jólahugleiðingu flytur Örlygur Kristfinnsson.

Fermingarbörn taka þátt í stundinni. Prestur er Stefanía Steinsdóttir.

Allir hjartanlega velkomnir.

Mynd/Sigurður Ægisson