Tónlistarkonan Harpa Þorvaldsdóttir sendir frá sér jólalagið Það eru að koma jól. Lagið er komið út á streymisveitum.

Jólalagið Það eru að koma jól eftir Hörpu Þorvaldsdóttur var samið til krakkanna í Laugarnesskóla. Harpa starfaði sem tónmenntakennari og kórstjóri í Laugarnesskóla um árabil.

Hún stjórnaði einnig morgunsöng alla morgna á meðan hún starfaði við skólann.

Nú þegar hún hefur horfið til annarra starfa hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar m.a. við innleiðingu verkefnisins ,,Syngjandi skóli” ákvað hún að taka upp þetta jólalag eftir sig með krökkum úr kór Laugarnesskóla. Lagið er kveðja og þakklætisvottur til þeirra sem fyrrum tónmenntakennari. 

Harpa syngur og leikur á píanó.
Guðmundur Pétursson leikur á gítar.
Andri Ólafsson (úr hljómsveitinni Moses Hightower) sá um útsetningu, annan hljóðfæraleik og upptökustjórn. 

Lagið á Spotify