Um það leyti sem fréttavefurinn trolli.is fór í loftið keypti Trölli nýja vefmyndavél til að hafa á Siglufirði fyrir vefinn. Vélin er eign Trölla og viðhald á vélinni er unnið í sjálfboðavinnu.

Velviljaðir aðilar leggja til hýsingu fyrir myndavélina og tengingu við internetið, og ber að þakka það.

Eins og þeim fjölmörgu sem heimsækja vefinn trolli.is er flestum kunnugt, hefur verið ólag á vefmyndavélinni á Siglufirði að undanförnu. Vélin er nú komin í lag og er von forsvarsmanna Trölla.is að svo verði áfram.

Hægt er að sjá vefmyndavélar Trölla: HÉR

Eins og sjá má af skjáskotum hér að neðan er boðið upp á 12 mismunandi sjónarhorn frá Siglufirði.