Nýlega var skrifað undir nýjan kjarasamning Starfsgreinasambandsins við sveitarfélögin með fyrirvara um samþykki félagsmana í atkvæðagreiðslu.

Í gær var hann kynntur á Dalvík og í Fjallabyggð. Þessir fundir eru fyrir félagsmenn sem starfa hjá sveitarfélögunum því ekki er enn búið að semja fyrir þá sem starfa hjá ríkinu. 

Allir sem starfa eftir samningnum fá sendan kynningarbækling frá SGS.

Starfsgreinasamband Íslands (SGS) er fjölmennasta landssamband verkafólks á Íslandi og stærsta landssambandið innan ASÍ, með samtals um 72.000 félagsmenn. Meginhlutverk SGS er að sameina verkalýðsfélög í baráttunni fyrir bættum kjörum, standa vörð um áunnin réttindi, vera leiðandi afl innan verkalýðshreyfingarinnar og vettvangur umræðu um þróun samfélagsins í þágu launafólks.

Samninginn (86 síður) má finna hér.

Nánari upplýsingar á vefsíðu SGS.