Knattspyrnufélag Fjallabyggðar óskar eftir ábyrgum aðila sem hefur áhuga að kveikja á ártalinu á miðnætti um áramótin í Ólafsfirði.

Einstaklingurinn þarf að labba upp að ártali fyrir miðnætti og taka úr sambandi og setja í samband. Flóknara er það ekki.

Begga og Sverrir hafa sinnt þessu frábærlega síðustu 30 ár og nú er komið að öðrum að taka við.

Áhugasamir er vinsamlega beðnir um að hafa samband við Hákon Hilmarsson 857 0466 eða Gunnlaug Sigursveinsson 842 0906.

Mynd/skjáskot úr myndbandi Magnúsar Ólafssonar