Klukkan 13:00 til 14:00 verður þátturinn Tónlistin á dagskrá.
Í þættinum í dag verður plötukynning. Það er hann Anton Guðmundsson sem kynnir nýju plötuna sína, Augnablik, fyrir hlustendum FM Trölla.

Anton er fæddur og uppalinn í Grindavík og hefur lengi fengist við að semja tónlist og svo gaf hann út þessa fínu plötu á þrjátíu ára afmælisdeginum sínum sem var 12. janúar síðastliðinn.

Platan verður spiluð í heild sinni í þættinum í dag ásamt kynningum sem Anton var svo almennilegur að senda þættinum.

Missið því ekki af þættinum Tónlistin á FM Trölla klukkan 13:00 til 14:00 í dag.

FM Trölli er á FM 103.7 MHz á Tröllaskaga, í Skagafirði og á Hvammstanga og nágrenni.

Einnig má hlusta á netinu, hér á trolli.is, í Spilaranum t.d. í Apple TV og ýmsum nýrri sjónvarpstækjum, á vefsíðunni radio.garden og á tunein.com

Minnum einnig á skip.trolli.is sem er sérstakur lágbitastraumur fyrir minni netsambönd.