Basiliku og parmesan tómatsúpa

  • 2 dósir hakkaðir tómatar
  • 1 bolli sellerý, skorið fínt niður
  • 1 bolli gulrætur, skornar fínt niður
  • 1 bolli fíhakkaður laukur
  • 1 tsk óregano (1 msk ef notað er ferskt)
  • 1 msk basil (1/4 bolli ef notað er ferskt)
  • 4 bollar vatn
  • 2 kjúklingateningar
  • ½ lárviðarlauf
  • 1 bolli parmesan ostur
  • ½ bolli hveiti
  • ½ bolli smjör
  • ½ lítir matreiðslurjómi
  • salt og pipar

Bræðið smá smjör eða setjið ólífuolíu í botninn á stórum potti og mýkið gulrætur, sellerý og lauk við miðlungsháan hita. Bætið tómötum, vatni, kjúklingateningum, oregano, basiliku og lárviðarlaufi í pottinn og látið sjóða í 30 mínútur.

Bræðið smjör við miðlungsháan hita í öðrum potti og hrærið hveitinu saman við. Hrærið stöðugt í blöndunni í 3-5 mínútur. Hrærið varlega 1 bolla af súpunni saman við. Bætið þar á eftir 3 bollum til viðbótar og hrærið þar til blandan er orðin mjúk. Setjið allt aftur í súpuna og hrærið vel í. Blandið matreiðslurjóma, rifnum parmesan, salti og pipar út í og látið suðuna koma upp. Látið sjóða um stund við vægan hita og smakkið til með oregano, basiliku, salti og pipar. Berið súpuna fram með góðu brauði.

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit