Vinna við uppfærslu á nýrri heimasíðu Skagafjarðar er að hefjast og hefur nú verið sett í loftið könnun um notkun á vef sveitarfélagsins.

Markmið könnunarinnar er að fá fram sýn notenda á hvernig bæta má þjónustu og/eða framsetningu á efni á heimasíðu Skagafjarðar.

Á heimasíðu sveitarfélagsins er að finna upplýsingar er varða þjónustu sveitarfélagsins, uppbyggingu stjórnsýslu ásamt fréttum frá sveitarfélaginu.

Íbúar eru hvattir til að taka þátt í könnuninni og hafa þannig áhrif á nýja heimasíðu sveitarfélagsins. 

Vakin er athygli á því að ekki er hægt að rekja svör til notenda.

Hægt er að nálgast könnunina með því að smella hér


Myndir: skagafjordur.is