
Myndgreiningadeild Sjúkrahússins á Akureyri hefur ráðið Christine Jacqueline Tolman í stöðu röntgenlæknis á deildina. Hún hefur störf í dag og verður á SAk í að minnsta kosti eitt ár.
Christine er fædd í Hollandi en hefur búið í nokkrum löndum. Hún lauk læknanámi og útskrifaðist síðan úr fimm ára sérnámi í röntgenlækningum og sérhæfði sig í taugamyndgreiningu, höfuð- og hálssvæði og lungnamyndgreiningu.