Ástarpungarnir eru 6 manna hljómsveit frá Siglufirði sem hefur starfað síðan árið 2020 í þeim eina tilgangi að skemmta fólki!

Hljómsveitin hefur gefið út 2 frumsamin lög, Aleinn á nýársdag og Komdu með að dansa, ásamt ábreiðu af lagi Magnúsar Eiríkssonar “Þorparanum”.

Nýja lagið Komdu með að dansa er komið í spilun á FM Trölla.

Öll lögin eru aðgengileg á Spotify.

Lagið Komdu með að dansa er alvöru diskósmellur sem á að koma öllum landsmönnum í dansgírinn. Lagið og textinn er úr smiðju Ástarpunganna og einnig er allur flutningur í boði þeirra. 

Hljómsveitina skipa:

Guðmann Sveinsson
Hörður Ingi Kristjánsson
Júlíus Þorvaldsson
Mikael Sigurðsson
Rodrigo dos Santos Lopes
Tryggvi Þorvaldsson