Fjallabyggð veitir ár hvert félagasamtökum, stofnunum og einstaklingum styrki til starfsemi og þjónustu sem fellur að hlutverki sveitarfélagsins eða telst á annan hátt í samræmi við stefnumörkun, áherslur, forgangsröðun og fjárhagsáætlun bæjarstjórnar.

Auglýst er eftir styrkumsóknum að hausti ár hvert og er styrkjum úthlutað í upphafi næst komandi árs.

Úthlutaðir styrkir til fræðslu- og menningarmála fyrir árið 2020 nema alls kr. 10.600.000.-  Þar af fara kr. 2.700.000.- til einstakra menningartengdra verkefna, kr. 3.250.000.- til hátíðahalda og kr. 2.750.000.- til reksturs safna og setra. Styrkur til fræðslumála nam kr. 100.000.- og framkvæmdastyrkur til Pálshúss nemur kr. 1.500.000.-

Pálshús ( Sigurhæðir ses) í Ólafsfirði fær tæplega þriðjung styrkja út bæjarsjóði árið 2020. Árið 2019 hlaut Pálshús 3.100.000.- í styrki.

Að auki er árlegur styrkur til bæjarlistamanns Fjallabyggðar kr. 300.000.-

Fjórum umsóknum var hafnað, allar frá Siglufirði.

Árið 2019 var úthlutað styrkjum að upphæð kr. 8.150.000. Sjá eldri frétt: HÉR

Styrkir fyrir árið 2020

Forsíðumynd: Frá afhendingu styrkja árið 2019