Á morgun, laugardag, eru íbúar Fjallabyggðar hvattir til að hreinsa umhverfi sitt. Eftir stórviðrasaman vetur er af nógu rusli að taka, innanbæjar sem utan.

Frammi á firði, til dæmis vestan flugbrautar, er óhemju mikið rusl – margfalt meira en undanfarin vor að mati þeirra sem hafa tínt þar plast og plokkað í mörg ár.

Þeir sömu óska eftir aðstoð á morgun kl 10 (á laugardagsmorgni) við flugbrautina. Unnið í einn til tvo tíma.

Margar hendur vinna létt verk