Ár hvert veitir Fjallabyggð menningarstyrki til einstaklinga og félagasamtaka og bárust tuttugu og fimm umsóknir í ár. Sextán umsóknir voru samþykktar og féllu níu umsóknir af þeim undir markaðs- og menninganefnd.  Úthlutað var styrkjum að upphæð kr. 8.150.000. Barnakórinn Gling Glo sá um tónlistarflutning. Linda Lea Bogadóttir markaðs- og menningarfulltrúi flutti menningarannál ársins 2018 og Ólafur Stefánsson formaður markaðs- og menningarnefndar afhenti styrkina með formlegum hætti. Um 50 manns mættu til hátíðarinnar og bauð Fjallabyggð gestum upp á léttar veitingar að athöfn lokinni.

Ár hvert veitir Fjallabyggð menningarstyrki til einstaklinga og félagasamtaka og bárust tuttugu og fimm umsóknir í ár. Sextán umsóknir voru samþykktar og féllu níu umsóknir af þeim undir markaðs- og menninganefnd.  Úthlutað var styrkjum að upphæð kr. 8.150.000. Barnakórinn Gling Glo sá um tónlistarflutning. Linda Lea Bogadóttir markaðs- og menningarfulltrúi flutti menningarannál ársins 2018 og Ólafur Stefánsson formaður markaðs- og menningarnefndar afhenti styrkina með formlegum hætti. Um 50 manns mættu til hátíðarinnar og bauð Fjallabyggð gestum upp á léttar veitingar að athöfn lokinni.

Eftirtaldir einstaklingar og félagasamtök fengu menningar- og rekstarstyrki að þessu sinni.

 

Menningarstyrki hljóta:

Alþýðuhúsið á Siglufirði
Hlaut 250.000 kr. styrk vegna menningarstarfs í Alþýðuhúsinu á Siglufirði.

Vinnustofa Abbýjar
Hlaut 50.000.- styrk vegna sýningar.

Berjadagar Tónlistarhátíð
Hlaut 825.000 kr. styrk vegna árlegrar tónlistarhátíðar í Ólafsfirði.

Listhúsið Ólafsfirði
Hlaut 400.000 kr. styrk vegna Skammdegishátíðar 2019.

Ljósmyndaklúbbur Fjallabyggðar
Hlaut 50.000 kr. styrk vegna sýninga og námskeiða.

Sjómannafélag Ólafsfjarðar
Hlaut 1.000.000 kr. styrk vegna Sjómannadagshátíðar í Fjallabyggð.

Ungmennafélagið Glói
Hlaut 200.000 kr. styrk vegna ljóðahátíðarinnar Haustglæður.

Þjóðlagahátíðin Siglufirði
Hlaut 825.000 kr. styrk vegna Þjóðlagahátíðar 2019.

Rekstrarstyrki hljóta:

Kór eldri borgara
Hlaut 100.000 kr. styrk vegna reksturs kórsins.

Félag eldri borgara á Siglufirð
Hlaut 150.000 kr. styrk til menningarmála og vegna 35 ára afmælishátíðar félagsins.

Félag eldri borgara í Ólafsfirði
Hlaut 150.000 kr. styrk vegna verkefna félagsins.

Félag um Ljóðasetur Íslands
Hlaut 150.000 kr. styrk vegna starfsemi Ljóðaseturs.

Sigurhæðir ses
Hlaut 1.500.000 styrk vegna uppbyggingar á safni á efrihæð Strandgötu 4 Ólafsfirði.

Sigurhæðir ses
Hlaut  1.600.000 kr. rekstrarstyrk v/ reksturs Pálshúss.

Steingrímur Kristinsson
Hlaut 100.000 kr. rekstarstyrk til söfnunar gagna og ljósmynda.

Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar 
Hlaut 800.000 kr rekstarstyrk vegna starfsemi safnsins.

Að auki fær Hólmfríður Vídalín Arngrímsdóttir
300.000 kr. styrk fyrir störf sín sem bæjarlistamaður Fjallabyggðar

 

Ólafur Stefánsson formaður markaðs- og menningarnefnda

 

.

 

Linda Lea Bogadóttir Markaðs- og menningarfulltrúi Fjallabyggðar

 

Barnakórinn Gling Glo sá um tónlistarflutning

 

Hólmfríður Vídalín Arngrímsdóttir

 

Veitingar voru í boði Fjallabyggðar