RokkBoltinn er nýr þáttur á útvarpsstöðinni FM Trölla.
Í þættinum verður fjallað um fótboltafréttir og fylgst með gangi mála í þeim leikjum sem eru í gangi á þeim tíma og inn á milli spiluð rokk tónlist.
Þátturinn verður á dagskrá á laugardögum frá 14:00 til 16:00 .
Umsjónarmaður RokkBoltans er hinn geðþekki fótboltaáhugamaður Hrannar Einarsss.
FM Trölli næst á FM 103.7 í Eyjafirði, á Tröllaskaga, í Skagafirði, á Hvammstanga og nágrenni og auðvitað um allan heim hér á vefnum trolli.is.
Á vefsíðu FM Trölla er hægt að hlusta á upptökur af öllum þáttum sem eru á dagskrá stöðvarinnar um þessar mundir.
Hægt er að hlusta á þáttinn út um allan heim með því að smella á hlusta á síðunni eða hér: Hlusta
Minnum sjómenn á hafi úti og aðra með takmörkuð netsambönd á skip.trolli.is