Veitingastaðurinn Hannes Boy á Siglufirði er einstaklega fallegur staður sem býður upp á huggulegt og rómantískt umhverfi með útsýni yfir fallega smábátahöfnina og tignarleg fjöllin.
Staðurinn stendur í sólgulu húsi við smábátahöfnina og er nefndur eftir sjóaranum Hannesi.
Veitingastaðurinn opnaði árið 2010 og hefur verið boðið upp á fínni mat. Nú hafa rekstraraðilar breytt konseptinu á staðnum og bjóða nú upp á grænkera sælkeraverslun og veitingastað í sumar og heitir staðurinn Vegan Boy – Deli & Boutique og er PopUp staður.
Réttur dagsins og súpa dagsins eru unnin úr þeim vörum sem eru til sölu í versluninni. Fersk salöt og boost eru í handhægum og umhverfisvænum umbúðum sem henta vel til að taka með. Svo má einnig tylla sér í sólinni fyrir utan og neyta réttanna þar. Einnig eru til sölu fallegar vörur eins og glös, hnífaparasett, ýmis borðbúnaður og spennandi gjafavörur og margt fleira segir á vefsíðu Veitingageirans.