Á sunnudaginn var einstaklega fallegt vetrarveður á Siglufirð eftir leiðinda veður á laugardeginum.

Birtan var mögnuð og dulúðleg eins og myndir sem Sigurður Örn Baldvinsson tók, bera með sér.

Í dag spáir fallegu veðri Norðanlands. Spáð er minnkandi suðaustanátt og rigningu fyrir hádegi. Sunnan 5-10 og bjartviðri síðdegis en hæg breytileg átt í kvöld og nótt. Hiti 0 til 5 stig yfir daginn. Vestlæg átt, 5-13 og lítilsháttar væta seint á morgun en frystir annað kvöld.

Veðurspá dagsins. Skjáskot/Veðurstofan