Nú fer ljóðahátíðin Haustglæður senn að hefjast sem Ljóðasafn Íslands á Siglufirði stendur fyrir.
Hún verður að einhverju leyti með breyttu sniði að þessu sinni, ætlunin er að senda nokkra viðburði hennar út á netinu og það meira að segja af vettvangi skáldanna.
Skipuleggjandi hátíðarinnar er um þessar mundir staddur á sunnanverðum Vestfjörðum og ætlar í vikunni að fjalla um tvö skáld af því svæði í tali og tónum og allt í beinni á fésbókarsíðu Ljóðasetursins.
Síðar í haust verða svo viðburðir í Ljóðasetrinu og víðar í Fjallabyggð, skólar verða heimsóttir og ljóðasamkeppnin verður á sínum stað.
Það eru sem fyrr Ungmennafélagið Glói og Ljóðasetrið sem standa saman að hátíðinni, Fjallabyggð og Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra styrkja framkvæmd hennar.