Mynd/Skarsdalur

Nú er unnið á fullu við að klára nýjan veg að nýrri upphafsstöð í Skarðsdalnum, vonast er til að þetta stóra verkefni klárist á næstu tveimur árum.

Á þessari nýju upphafsstöð sem staðsett er í 340 metra hæð verður Skáli, T-lyftan, Súlulyftan og Töfrateppið.

Ánægjulegt er segja frá því að búið er að panta nýtt töfrateppi sem verður sett upp við núverandi upphafstöð í vetur.

Ljóst er að næstkomandi skíðavetur verður spennandi fyrir skíðaáhugafólk hér á Siglufirði.

Hægt er að fylgjast með vefmyndavél Skarðsdals: HÉR

Vegagerð í Skarðsdal