Skarphéðinn Þórsson, forstöðumaður íþróttamiðstöðva, kynnti aðsóknartölur sumarsins á 154. fundi fræðslu- og frístundanefndar Fjallabyggðar.

Þar kom fram að nýting húsa og sundlauga litaðist af því að íþróttahúsið og sundlaugin á Siglufirði voru lokuð frá lok júní vegna viðgerða. Á móti kom talsverð aukning í aðsókn í Ólafsfirði, en heildarfækkun samanlagt miðað við árið á undan er 15,2%.

Samkvæmt nýrri skýrslu var heildarnýting íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar sumarið 2025 mæld 84,8%, eða 15.896 heimsóknir af mögulegum 18.744. Þetta er 15,2% lægri nýting en árið 2024, en niðurstaðan telst ásættanleg í ljósi lokunar á Siglufirði.

Í Ólafsfirði hélt nýtingin vel og jókst á meðan lokun stóð yfir í Siglufirði. Skýrsluhöfundar leggja áherslu á mikilvægi þess að halda áfram markvissri eftirfylgni með aðgengi og opnunartímum, svo mannvirkin nýtist samfélaginu sem best.

Sjá samantekt. Hér