Aðstandendur verkefnis sem ætlað er að varðveita sögu Knattspyrnufélags Siglufjarðar hafa nú opnað vefsíðu sem tileinkuð er félaginu og sögu þess.

Á síðunni má finna ýmsar upplýsingar um starfsemi félagsins í gegnum tíðina, myndir, skjöl og annað efni sem tengist KS.

Nýlega hefur verið sett á laggirnar form á vefnum þar sem þeir fjölmörgu sem tengst hafa félaginu á einn eða annan hátt geta lagt sitt af mörkum.

Þeir sem búa yfir sögum, ljósmyndum, myndböndum eða öðrum minjum geta nú sent inn efni sem verður hluti af sameiginlegri heildarsögu félagsins.

Vefurinn er öllum opinn og tekið er fagnandi á móti upplýsingum sem varpa ljósi á sögu félagsins og samfélagið í kringum það.

Hægt er að senda inn efni eða hafa samband í gegnum eftirfarandi slóð: https://kaess.is/senda-inn-efni/

Mynd/af vefsíðu KS